Hvað gera þeir við peningana

Mér er sagt að fíkniefni sem hald er lagt á séu eydd, væri ekki sniðugt að gefa dópistunum þau? Það myndi aðeins trufla sölumennina ef löggan færi að gefa dópistunum dóp. En allavega það dóp sem er gert upptækt er eytt, er mér sagt, en hvað gerir löggan við peninga sem eru gerðir upptækir og eru tilkomnir vegna fíkniefnasölu ? er kveikt í þeim ? fær SÁÁ þá ? fara þeir í skemmtisjóð löggunnar ?

bara svona að spá

kveðja Lella


mbl.is Fíkniefni fundust í nokkrum íbúðum í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já maður heyrir ekkert hvað verður um þá. Ætli þeir skipti þeim á milli sín?

Gústi (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 13:19

2 Smámynd: Ingi Þór Stefánsson

ætli þetta fari ekki að hluta til að efla lögregluna...annars væru þeir alveg líklegir til að brenna þá...

Ingi Þór Stefánsson, 5.9.2008 kl. 13:39

3 identicon

Fáfróða fólk það stendur bara í lögum hvert þeir fara og þeir fara í ríkissjóð,  lögreglan fær ekkert og hvað þá lögreglumennirnir persónulega

Óli Prik (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 14:14

4 identicon

Þeir sem halda að lögleiðing fíkniefna eða það að gefa fíklum efni geri hlutina eitthvað betri vita ekki hvað þeir eru að tala um. Mér er alveg sama þó að dílerarnir fari í fílu, fíkillinn er alveg jafn veikur og í alveg jafn vondum málum, hvort sem hann kaupir draslið eða fær það gefið. Og gefin efni og seld eru alveg jafn lífshættuleg.

Bryndís (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 14:12

5 Smámynd: Helena Sigurbergsdóttir

Fíkillinn hlýtur að vera í betri málum ef hann fær efnið án þess að þurfa að selja eða bjótast inn eða ræna gamlar konur til að eiga fyrir næsta skammti.

Kveðja Lella

Helena Sigurbergsdóttir, 7.9.2008 kl. 14:41

6 identicon

Ég er allveg viss um að það er fullt af fólki sem að væri til að fara aðrar leiðir þegar það kaupir sér eitthvað af þessum efnum. Fullt af fólki sem að reykir væri allveg til í að geta bara keypt þetta í gegnum einhvern öruggan aðila en ekki af einhverjum skríl af götunni.

Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvað það er mikið af peningum í þessum bransa. Hversu miklir peningar gætu verið að fara inn í ríkið og þá í uppbyggingarstarfsemi fyrir þá sem þurfa, meðferðarúrræði eða eitthvað jákvætt.

Í staðinn lítur fólk framhjá þeirri staðreynd að ógrynni af peningum flæðir, á hverjum degi, í hendur dópsala. Sem fæstir eða engir hafa áhuga á að hjálpa því fólki sem eiga við virkileg vandamál með efnin.


Ég væri til í að sjá peninga af t.d. cannabisneyslu renna til ríkisins. Fróðlegt væri að sjá ef einn mánuður yrði tekin þar sem þetta væri "leyfilegt", þ.e.a.s. ríkið seldi þetta. Niðurstöðurnar yrðu mjög áhugaverðar og örugglega flestum til undrunar.
Fengi ríkið þá skyndilega að sjá peninga sem að það hefði aldrei séð áður. Því þrátt fyrir allt sem lögregla nær af dópi, þá er flæði fíkniefna inn í landið óstöðvandi og því hefur ríkið engu að tapa.

Þegar að lögeregla grípur fólk með fíkniefni, þá sektar hún viðkomandi fyrir það eitt að hafa innbyrt efni eða að vera með það á sér. Mér finnst það mjög aumkunarverð refsing og enganvegin til hagsbóta eða réttlætingar á gjörðum viðkomandi.

Góðar stundir.

Halldór J. (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband