Færsluflokkur: Bílar og akstur
24.11.2008 | 21:12
Ekki það að ég treysti þessari stjórn
en ég get ekki séð að það leysi neitt að fara að fá kosningar með tilheyrandi baráttu og látum í dag.
En ég vil sjá alla Seðlabankastjóranna í burtu og alla yfirmenn í Seðlabankanum sem lengst í burtu. Fá 1 Seðlabankastjóra helst erlendis frá STRAX
Við verðum að fá að kjósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2008 | 18:02
Bara snilld
Þetta er bara snilld að láta sér detta þetta í hug og komst upp með það, allavega hálfaleið. Segir líka töluvert um skerpuna hjá afgreiðslufólkinu.
Lella
Notaði seðil með mynd af Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2008 | 00:44
Flottasta bílasýning sem haldin hefur verið
það er hægt að lesa þetta þegar maður er búin að smella 3 á myndina :-)
en þetta verður flottasta bílasýning sem haldin hefur verið, yfir 100 bílar og allt unnið í sjálfboðavinnu, vonandi að kreppan hafi ekki áhrif á aðsóknina enda krepputilboð verðið inn.
Sjáumst í Fífunni um helgina
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.9.2008 | 11:03
Látið Aldeyjafoss vera
Þetta er flottasti foss landsins og þó að víðar væri leitað
vil benda ykkur á að skoða þessa síðu http://skjalfandafljot.is/
Kveðja Lella
Krafturinn í fórum þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2008 | 11:27
Fáránlegir dómar
Hverslags dómskerfi er þetta eiginlega sem við búum við ? 30 dagar og 150 kall í sekt. Mikið vildi ég að löggan eyddi meiri tíma í að fjarlægja drukkna og dópaða ökumenn af götunum, frekar en að vera að eltast við ökumenn sem eru 5-10 yfir hámarkshraða. Sektirnar ættu að vera mikið hærri að mínu mati. Ég mun frekar kjósa að mæta ökumanni á 120 út á þjóðvegi 1 frekar en drukknum ökumanni inn í íbúðarhverfi.
Akið varlega
Lella
Dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2008 | 10:07
Klukk
4 störf.
Kópavogshæli
Sláturhúsið á Húsavík
Kjötvinslan Hrímnir
Stóri bróðir
4 bíómyndir
Die hard klikka aldrei
Home alone
Lord of the rings
Pulp fliction
4 staðir sem ég hef búið á
Kópavogur
Húsavík
Akureyri
Kinn
4 sjónvarpsþættir
Top gear
Nágrannar
Grey's anatomy
Friends
4 staðir í fríum
Spánn
Danmörk
Setur undir Hofsjökli
og svo bara hálendi Íslands eins og það leggur sig
4 netsíður
f4x4.is
mbl.is
visir.net
vedur.is
fernt matarkyns
Lambalæri ala Lella
Pizza ala Lella
Hamborgari grillaður ala Lella
Handsprengjur ala Lella
4 óskastaðir akkúrat núna
Setrið
Calpe
Köben
? finn ekki fjórða óskastaðinn
4 sem ég klukka
Íris
Maggi B
Úlfr
Egill Sveins
5.9.2008 | 12:21
Hvað gera þeir við peningana
Mér er sagt að fíkniefni sem hald er lagt á séu eydd, væri ekki sniðugt að gefa dópistunum þau? Það myndi aðeins trufla sölumennina ef löggan færi að gefa dópistunum dóp. En allavega það dóp sem er gert upptækt er eytt, er mér sagt, en hvað gerir löggan við peninga sem eru gerðir upptækir og eru tilkomnir vegna fíkniefnasölu ? er kveikt í þeim ? fær SÁÁ þá ? fara þeir í skemmtisjóð löggunnar ?
bara svona að spá
kveðja Lella
Fíkniefni fundust í nokkrum íbúðum í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2008 | 13:30
erfitt fyrir kúnnan að fylgjast með
Það er erfitt fyrir kúnnan að fylgjast með hvort sama verð er á hillumerkingunni og á strimlinum, nema það séu því færri hlutir sem maður er að kaupa. Fór um daginn í Húsasmiðjuna og var að kaupa kapal og hefði sennilega ekki tekið eftir því nema maðurinn minn var búin að tala um áður en við fórum að meterinn væri á 900 kall, svo sé ég hilluverðið 190 kr og fer á kassan og þá var verðið 220, munar um minna þegar maður kaupir 30 metra. En ég hef allavega ekki minni til að fylgjast með þessu í Bónus þegar maður er að kaupa fulla kerru.
En verum vakandi.
Kveðja Lella
Verðmerkingum ábótavant í matvörubúðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2008 | 22:06
Nemakort
Nú eru alveg komnir nokkrir dagar síðan framhaldsskólarnir byrjuðu og Strætó í algjöru klúðri með nemakortin. Þetta skiptir dóttir mína ekki miklu máli þar sem skólinn er hinum megin við götuna en hún tekur strætó í vinnuna og skemmtanir og eðlilega vill hún fá sitt ókeypis strætókort. Þetta er búið að kosta email-sendingar og símtöl og ekki bólar á kortinu jú í gær kom svo loks svar um að það yrði tilbúið í skólanum á föstudaginn eftir viku. Í gær hitti ég vinkonu mína sem á tvíbura sem báðir þurfa að taka strætó í skólan og það var sama sagan, emilar búnir að fara á milli og símtöl og ekki bólar á kortunum. Sonur hennar var að koma úr skólanum og var bara með 53 krónur en hann á að borga 100 krónur fyrir utan að hann á ekkert að borga þar sem hann á að vera komin með fríkortið og hvað gerði strætóbílstjórinn hann henti honum út úr strætó. Í fyrra sendi strætó kort á alla nemendur í alla skóla sem voru klár á skrifstofunni í hverjum skóla fyrir sig í byrjun skólaárs ég veit ekki hvað þeir eru að klúðra málunum núna með afgreiðsluna og þetta er eins og hernaðarleyndarmál sé í gangi viðbúnaðurinn við umsóknina. Veit ekki hvort það hefur verið svona mikið um misnotkun á þessu í fyrra. En ég væri alveg til í að hoppa upp í strætó í og úr vinnu, sérstaklega í dag þegar maður þarf ekki að fara með og sækja börn í leikskóla í leiðinni, en ég bý í 5 km fjarlægð frá vinnustað og ef ég er heppin á ljósum er ég 5 mín á leiðinni. Ef ég fer í strætó er ég í 25 mín þarf að taka 3 vagna og bíða í 3 mín eftir einum og svo 7 mín eftir hinum, ekki alveg það sem ég er til í þó svo ég myndi gjarnan nota þessar almenningssamgöngur.
Kveðja Lella
3.9.2008 | 20:19
Hvað er að gerast í veðrinu
Hvernig er þetta orðið með þetta veður, fyrir 1-2 árum snjóaði man ég einhverstaðar á Spáni þar sem aldrei hafði snjóað áður. Hér hefur verið minni og minni snjór, vetur eftir vetur nema síðasta vetur þá var mjög mikill snjór allavega hér á suðurhálendinu en þá hafði enginn efni á að ferðast að ráði. Ég fór með Spánverja á Langjökul fyrir nokkrum árum sem aldrei höfðu séð snjó og það var ólýsanleg reynsla að verða vitni af því.
Kveðja Lella
Snjór í Kenýa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |