Fær ekkert að vera í friði í dag ?

Fengum skemmtilega heimsókn fyrir 3 vikum síðan, það gleymdist að læsa hurð og einhver háleystur ranglaði inn, garðurinn hafði verið sleginn kvöldið áður og líka hjá nágrannanum og ekki rakað mjög vel, allavega skildi júllinn slóðina af grasi eftir sig um allt. Ekki var hann að leita að verðmætum lét allt slíkt vera. Heldur fór hann í barskápinn tók 7 flöskur, flestar hálf tómar, hann tók þær sem voru fremst. Þorgeir var voða glaður að 4 lítrarnir af Rommi sem stóðu aftast í skápnum voru ekki snertar. Svo fór hann í ísskápinn og tók 1 stk Thule sem þar var.

Mér fannst leppalúðinn reyndar ekki eiga Thule skilið.

2 vikum seinna fæ ég svo símtal frá Securitas þar sem þeir eru að bjóða öryggiskerfi, getið rétt ímyndað ykkur hvað það þurfti lítið til að sannfæra mig um ágæti svona kerfis.

Þeim fannst það reyndar ekki fyndið þegar við spurðum hvort þeir hefði sent mannin um nóttina.

Verst fannst mér að vita af einhverjum ranglandi um maður bara grjót svaf.

Ferðaklúbburinn 4x4 er með fjallaskála á miðju hálendi Íslands, sunnan af Hofsjökli, það er ekki eins og þetta sé í alfaraleið. Um síðustu helgi fór hópur í skálann í vinnuferð en þegar að var komið var búið að brjótast inn í hann, brjóta og skemma ýmislegt, það var grillað inni í húsinu og þegar lúðarnir voru búnir að borða grýttu þeir diskunum í næsta vegg og brutu þá með matarleyfunum á.

Er í lagi með svona fólk ?

Ef einhver veit um einhverja á ferðinn á þessum slóðum á fimmtudeg til föstudags, láta lögguna á Selfossi vita.

52430

sóðaskapur og búðið að brenna borðhornið

 52433

klósetthurðin brotin upp

52435

skildu eftir skít í klósettinu

52437

og rusl og drast úti.

Stal þessum myndum frá Magga í Skálanefnd :-)

Halló þetta er Setrið ............

Kveðja Lella


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris Mjöll  Valdimarsdóttir

jahérna hér !!!

Það tók því hjá okkur Lella mín að shine- a allt helgina á undan !!!

Djös skíta pakk !!!!!

Íris Mjöll Valdimarsdóttir, 27.8.2008 kl. 11:30

2 Smámynd: Landi

Þetta kallar maður hryðjuverk  

Hann hefur nú verið heppinn að Þorgeir hefði ekki komið að honum,því ég segji bara að Guð hefði ekki getað hjálpað þessum þjófi þá.

Landi, 2.9.2008 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband