1.9.2008 | 17:00
Skrýtin aðferð
Mér finnst þetta skýtin aðferð við að bjóða nemendur velkomna í skólann. Fannst líka athyglisvert að hvorki busar eða þeir sem að þessu stóðu vissu tilganginn. Ég fór fyrir nokkrum árum í MK á gamals aldri og varð vitni af busavíxlum 2 sinnum og mér fannst þetta niðurlægandi og óþarft og dauðvorkenndi krökkunum. Þó að kennarar gengu um og tóku þá sem buguðust afsíðis þá skal enginn segja mér að þeir hafi ekki fengið að heyra það eftir á.....
Allavega sé ég ekki tilganginn með þessu
Varað við busavígslum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Athugasemdir
Ég var busuð í fyrra og það eru ekki margir sem ég veit um sem finnst þetta leiðinlegt. Kannski ekki það skemmtilegasta á meðan á þessu stendur en eftir á þegar maður hugsar til baka þá er þetta mjög gaman. Held að margir krakkar yrðu ósáttir ef busavígslur yrðu bannaðar.
Stefanía (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 17:41
Veistu, busun er oft mjög niðurlægjandi, ég varð vitni af því núna í síðustu viku að nemendur í fjölbrautarskóla norðurlandsvestra tóku sig til og "busuðu" yngri nemendurnar 2 kvöld áður en busa vígslan sjálf var enda fór þetta útí rugl. Nemendur komust ekki inná herbergin sín á heimavist skólans fyrir eldri nemendum sem voru að "busa" eða með réttum orðum niðurlægja, og vera leiðinlegt við fólk ! fólk var jafnvel teipað við ljósastaura, reynt að keyra það niður, það er lámark að ef það á að vera busun að það sé bara á vissum tíma og ekki svona langdregið nokkra daga áður jafnvel!
Ég var sjálf busuð í iðnskólanum í hafnarfirði, þar fannst mér busunin vera rosalega saklaus, enda var hlustað á mann ef maður sagði bara NEI!
Þóra Elín° (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 18:08
Veit um eina sem fór í framhaldsskóla á "gamals aldri" og hélt að hún myndi nú sleppa við þessa vitleysu sökum aldurs. Kom í sinum flotta og dýra leðurjakka í skólann þann daginn. Hún var gripin af "eldri" nemendum sem hlustuðu ekki á eitt eða neitt og henni var troðið ofan í kar með einhverju ógeði í sem eyðilagði jakkann. Hún varð auðvitað alveg brjáluð enda enginn sem tók ábyrgð á ónýta jakkanum en þetta atvik varð til þess að busavíglum í þessum skóla var breytt.
Þórhildur (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 19:31
Ég hélt að það væri steindautt að nota svona aðferðir í dag,,,eru nemendur ekki flokkaðir sem börn í dag til 18 ára aldurs ??? spurning hvort þetta stangist ekki á við lög þar sem öll valdnýðsla á börnum er ólögleg,,þó svo að þau haldi að þetta sé í lagi og voðalega fyndið,,þá er ég ekki viss um að þetta sé í lagi.....
En hvað veit ég ?? ég veit þó að mínu mati er þetta gjörsamlega komið út fyrir kalda kú !!!!
Landi, 2.9.2008 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.