Á hverju eru blaðamenn ?

Hef oft velt fyrir mér á blaðamenn eru stundum ....... orðalagið sem þeir eiga til að nota. Gripdeild varð hjá N1  í Kópavogi þegar maður náði í nokkra seðla....... skilur þetta einhver? segir maður ekki bara þjófnaður varð ? Gripdeild virkar á mig sem rosalega margir eigi hlut að máli.

en kannski er ég bara svona treg.

Kveðja Lella


mbl.is Gripdeild í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Gripdeildir (oftast fer betur á fleirtölumynd orðsins) er gamalt og gott orð yfir ránskap. Þannig að þarna var tvímælalaust um gripdeildir að ræða. Maðurinn rændi, skiptir engu hvort þjófnaðurinn var upp á litla upphæð eða mikla.

Upp til hópa held ég blaðamenn séu með gott vald á íslenskri tungu. Ritmál er svo annað en talmál, að ég tali ekki um götumál.

Svo er eitt: þjófnaður verður ekki, eins og þú skrifar. Hann átti sér hins vegar stað. Eða var framin.

Ágúst Ásgeirsson, 2.9.2008 kl. 12:27

2 Smámynd: Helena Sigurbergsdóttir

sko þú segir þjófnaður verður ekki en er þá rétt að segja gripdeild varð ?

Jú þú segir að gripdeildir fari betur í fleirtölu, það virkar á mig eins og hópur hafi farið ránshendi en ekki 1 aðili.

En allt er þetta leikur að orðum. Mér finnst oft mjög athyglisverðar forsagnir á fréttunum hjá þeim en oft eru þeir jú að búa til hasarfréttir og fá mann til að lesa þær.

Helena Sigurbergsdóttir, 2.9.2008 kl. 13:01

3 identicon

Gripdeild er lagalegt hugtak sem þýðir þjófnaður án leyndar, t.d. þegar einhver hrifsar vörur úr búðarhillum og tekur svo sprettinn fyrir allra augum. Rán er hins vegar gripdeild með ofbeldi/hótun um að beita ofbeldi þegar í stað.

AE (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband