Nemakort

Nú eru alveg komnir nokkrir dagar síðan framhaldsskólarnir byrjuðu og Strætó í algjöru klúðri með nemakortin. Þetta skiptir dóttir mína ekki miklu máli þar sem skólinn er hinum megin við götuna en hún tekur strætó í vinnuna og skemmtanir og eðlilega vill hún fá sitt ókeypis strætókort. Þetta er búið að kosta email-sendingar og símtöl og ekki bólar á kortinu jú í gær kom svo loks svar um að það yrði tilbúið í skólanum á föstudaginn eftir viku. Í gær hitti ég vinkonu mína sem á tvíbura sem báðir þurfa að taka strætó í skólan og það var sama sagan, emilar búnir að fara á milli og símtöl og ekki bólar á kortunum. Sonur hennar var að koma úr skólanum og var bara með 53 krónur en hann á að borga 100 krónur fyrir utan að hann á ekkert að borga þar sem hann á að vera komin með fríkortið og hvað gerði strætóbílstjórinn hann henti honum út úr strætó. Í fyrra sendi strætó kort á alla nemendur í alla skóla sem voru klár á skrifstofunni í hverjum skóla fyrir sig í byrjun skólaárs ég veit ekki hvað þeir eru að klúðra málunum núna með afgreiðsluna og þetta er eins og hernaðarleyndarmál sé í gangi viðbúnaðurinn við umsóknina. Veit ekki hvort það hefur verið svona mikið um misnotkun á þessu í fyrra. En ég væri alveg til í að hoppa upp í strætó í og úr vinnu, sérstaklega í dag þegar maður þarf ekki að fara með og sækja börn í leikskóla í leiðinni, en ég bý í 5 km fjarlægð frá vinnustað og ef ég er heppin á ljósum er ég 5 mín á leiðinni. Ef ég fer í strætó er ég í 25 mín þarf að taka 3 vagna og bíða í 3 mín eftir einum og svo 7 mín eftir hinum, ekki alveg það sem ég er til í þó svo ég myndi gjarnan nota þessar almenningssamgöngur.

Kveðja Lella


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samúel Úlfur Þór

Já, þetta er svolítið fyndið með strætó hvað allar leiðir taka næstum 200% lengri tíma en að fara á bíl.

Þar fyrir utan eru þessi nemakort klúður frá A til Ö.

Og varðandi misnotkun, ég gef nú ekki mikið fyrir það því þá er fólk allavegana AÐ NOTA STRÆTÓKERFIÐ. Í stað þess að aka um á einkabílum, sem virðist vera það sem borgin er að leitast eftir... Finnst stundum vera farið lengri leiðina í að ná settum markmiðum og jafnvel er markmiðið alveg búið að gleymast því aðferðafræðin skiptir svo miklu máli...

 kkv, Úlfr.

Samúel Úlfur Þór, 4.9.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband