Sjálfræðisaldur

Skil ekki hvað er málið hér með sjálfræðisaldurinn sem er 18 ára.

Það er skólaskylda til 16, 17 færðu bílpróf og mátt keyra í heilt ár og þar með bera ábyrð á þínu lífi og allra hinna sem eru í umferðinni samt verður þú ekki sjálfráða fyrr en ári síðar. 16 ára má stelpa fara í fóstureyðingu án þess að foreldrar viti af því. Að ógleymdu áfenginu og tóbakinu 18 ára máttu kaupa sígarettur og 20 ára vín. Hvort fylgir meiri ábyrð að drekka bjór eða keyra bíl ?

mér er spurn.

Kveðja Lella


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Þetta með aldur kemur hlutunum eiginlega ekkert við lengur.

Við sjáum að umferðaróhöpp eru mest hjá fólki í kringum 30-40 ára.  (ca 20 árum eftir að þau fá bílpróf.)

Það er ekkert óalgengt að 14 ára unglingur sé byrjaður á að drekka. (löngu áður enn henn reynir að komast í Heiðrúnu.)Ef 16 ára stúlka má fara í fóstureyðingu 16 ára an vitundar foreldra ætti hún að mega að gera það 14 ára einnig. Hver er munurinn á henni milli þessara 2 ára?  Það eru oft  ekkert meiri vandamál hjá 16 ára stúlku sem er ólétt enn oft á tíðum hjá 30 ára konu. Oft er talað um að unglingavandamál tengt drykkju sé foreldravandamál, ef það væri þá væri heimurinn einfaldur. þá myndum við bara sega við foreldrana: hagiði ykkur vel svona rétt á meðan barnið verður kynþroska.  Enn nú er ég líklega kominn út fyrir þessa ágætis pælingu þína.

S. Lúther Gestsson, 8.9.2008 kl. 22:40

2 Smámynd: Helena Sigurbergsdóttir

sko það sem ég er að meina er afhverju ekki að hafa lög sem farið er eftir.......

setja allt í 18 ár. ég er ekkert að segja að það sé meiri vandamál hjá 16 ára óléttri en 30 ára en ef 16 ára stelpan fer í fóstureyðingu án þess að foreldrarnir viti og svo gengur hún í gegnum vanlíðan og jafnvel þunglyndi og enginn veit ástæðuna og hún getur ekki sagt frá því sem hún gerði..... skiluðu.......

ég er búin að horfa upp á mörg unglingavandamál sem eru ekkert annað en foreldravandamál og þá ekki endilega tengt drykkju. Held að stór örsök vandamála sé að fólk talar ekki saman og treystir ekki unglingunum...........

Kv. Lella 

Helena Sigurbergsdóttir, 9.9.2008 kl. 08:31

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

KLUKK, nánar á minni síðu. Sorrý ég bara varð. Þér var nær að troðast á síðuna mína. Takk samt

S. Lúther Gestsson, 10.9.2008 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband